Ég tók mig til og þýddi ágæta grein mannfræðingsins David Graeber um það sem hann kallar Bullshit Jobs.
Ég kaus að þýða hugtakið Bullshit Jobs sem afleit störf. Þarna þykir mér íslenskan eiginlega koma sterkari inn með hugtak sem nær betur utan um það sem um ræðir - og er svo prýðilegur orðaleikur í þokkabót.
Nú hefur mikið verið fjallað um vinnumál á Íslandi undanfarið, enda skyldi engan undra. Það sem truflar mig þó gríðarlega er sú gegnumgangandi hugmyndafræðilega nálgun á vinnu sem sprettur fram í nánast hvert skipti.
Vinna skiptir öllu máli og það má nánast réttlæta hvaða aðgerðir sem er til að hægt sé að halda fólki í vinnu.
Mér finnst Graeber snerta á mörgum flötum sem varða þessi mál, bæði í greininni sem hann birti í ágúst 2013, en líka í bókinni sem hann skrifaði seinna út frá henni. Ég mæli reyndar sérstaklega með þeirri bók: Bullshit Jobs - A Theory. Hún hafði umtalsverð áhrif á þankagang minn um vinnu og það hvernig við hugsum um vinnu í vestrænum velmegunarsamfélögum.
Í kjölfarið hefur mér eiginlega þótt sturlað að fylgjast með umræðum og aðgerðum í tengslum við þær ömurlegu aðstæður sem nú eru ríkjandi á vinnumarkaði.
En ekki lesa þetta... lesið greinina...
Ég hef verið býsna duglegur að færa inn efni á heimasíðu Váfuglsins, en minna hérna.
Það er líka kannski full vel í lagt að halda úti tveimur síðum með virkilega góðu efni.
Annars finn ég núna fyrir auknum metnaði til að koma inn skemmtilegu efni hingað líka. Þótt ekki sé nema fyrir mig sjálfan.
Þangað til er allavega í lagi að smella upp hlekkjum á podcastið okkar Stebba.
Hlutir til að skoða á nýju ári:
Gullskartgripir. Gæti verið töff að skrýðast gullkeðjum og hringum. Skoðum líka þá möguleika sem eru í boði með gulltennur oþh.
Vopnaburður. Po-po er að skoða þennan möguleika alvarlega. Ég skil ekki afhverju ég ætti ekki að gera slíkt hið sama.
Kolvetni. Við fórum frekar bratt í próteinið á síðasta ári. Hljómar vel að jafna það út með yfirdrifinni kolvetna- og sykurneyslu.
Dagblaðalestur. Dagblöð eru svo neikvæð og gagnrýnin. Minni dagblaðalestur fyrir mig á nýju ári.
Hestamennska. Hvað með að kaupa hest? Fólk í útlöndum er að gera það á milljón!
Rafmagn. Nota meira rafmagn á nýju ári.
Á Menningarnótt Reykjavíkur 2011 rölti ég upp á Arnarhól, eins og svo margir aðrir gestir hátíðarinnar. Fólk safnaðist þar saman til að fylgjast með því þegar „kveikt yrði á ljóshjúp Hörpunnar“, eins og það var orðað í tilkynningum. Mikið var gert úr viðburðinum og væntingar fólks spenntar upp í hæstu hæðir.
Eftir mjög langa töf var fólk orðið nokkuð órótt, en lét sig hafa biðina til að fylgjast með hinu stórkostlega sjónarspili sem hafði verið lofað.
„Það er alveg spurning hvort þeir geti toppað þetta með flugeldunum,“ heyrði ég digran mann segja fyrir aftan mig. Flestir virtust sama sinnis – þetta yrði klárlega toppurinn á kvöldinu.
Svo kveiktu þeir á herlegheitunum.
„Ertu ekki að djóka? Þetta er það glataðasta sem ég hef séð á ævi minni,“ sagði ung kona til vinstri við mig.
„Hvað er þetta? Er þetta… Fokk hvað þetta er lélegt! Ég hélt þetta yrði eins og Mona Lisa og eitthvað…“ sagði digri maðurinn fyrir aftan mig.
Ég fór einu sinni að hlusta á erindi tveggja manna sem höfðu þurft að þola vist í fangabúðunum á Guantanamo Bay (sem eru skammarlega nokk ennþá í notkun). Eftir að mennirnir höfðu sagt sögu sína tóku þeir við nokkrum spurningum úr sal. Spurningarnar voru mis-góðar, en þeir gerðu sitt besta til að svara þeim á greinagóðan hátt.
Að lokum tók einn fundargesta til máls og spurði þá hvort þeir hefðu séð heimildarmynd, framleidda af CBS sjónvarpsstöðinni, um Guantanamo Bay fangabúðirnar. Viðkomandi hefði séð umrædda mynd og þótt hún áhugaverð.
Fyrrum fangarnir urðu nokkuð hvumsa, en svöruðu því til að þeir hefðu ekki séð þessa mynd og hefðu reyndar takmarkaðan áhuga á því. Viðkomandi tók þá aftur til máls og hvatti þá eindregið til að kynna sér myndina. Hún gæfi einstaklega góða mynd af því sem fram færi í búðunum.
Ég hef verið hugsandi um lattelepjandi lopaliðið í hundraðogeinum. Aðallega út af nýlegum áherslum á íslenska þjóðmenningu. Í dag er "lattelepjandi liðið" reyndar kannski orðið meira eins og góðlátlegt grín - en þó er rétt að halda því til haga að uppruni þess er hugsað sem einhverskonar leiðinda pilla á borgarbúa almennt, og hvernig þeir hafi fjarlægst rætur sínar.
En nú er kaffi einn stórkostlegasti og mikilvægasti hluti íslenskrar þjóðmenningar. Hér hafa menn drukkið kaffi til sjávar og sveita öldum saman. Til eru sögur af því hvernig sopinn beinlínis bjargaði lífi afdalamanna í neyð. Kaffi var á tíðum dýrmætasta eign Íslendinga, og sér þess kannski ennþá stað í því að við drekkum hvað mest kaffi af fólki því sem byggir þennan heim.
Í hverju liggur þá umkvörtunin? Að fólk setji mjólk í kaffið sitt? Varla. Er það af því að hún er flóuð? Mér þykir það ansi langt seilst.
Minn eigin hugur segir mér að fólk sem vilji berja á kaffidrykkjufólki sé sannarlega það fólk sem í reynd hafi fjarlægst íslenska þjóðmenningu og hugarfar. Ef það var þá einhverntíman til…
„Three passions, simple but overwhelmingly strong, have governed my life: the longing for love, the search for knowledge, and unbearable pity for the suffering of mankind. These passions, like great winds, have blown me hither and thither, in a wayward course, over a great ocean of anguish, reaching to the very verge of despair.
I have sought love, first, because it brings ecstasy - ecstasy so great that I would often have sacrificed all the rest of life for a few hours of this joy. I have sought it, next, because it relieves loneliness—that terrible loneliness in which one shivering consciousness looks over the rim of the world into the cold unfathomable lifeless abyss. I have sought it finally, because in the union of love I have seen, in a mystic miniature, the prefiguring vision of the heaven that saints and poets have imagined. This is what I sought, and though it might seem too good for human life, this is what—at last—I have found.
With equal passion I have sought knowledge. I have wished to understand the hearts of men. I have wished to know why the stars shine. And I have tried to apprehend the Pythagorean power by which number holds sway above the flux. A little of this, but not much, I have achieved.
Love and knowledge, so far as they were possible, led upward toward the heavens. But always pity brought me back to earth. Echoes of cries of pain reverberate in my heart. Children in famine, victims tortured by oppressors, helpless old people a burden to their sons, and the whole world of loneliness, poverty, and pain make a mockery of what human life should be. I long to alleviate this evil, but I cannot, and I too suffer.
This has been my life. I have found it worth living, and would gladly live it again if the chance were offered me.“
— The Prologue to Bertrand Russell’s Autobiography
Ég er búinn að halda þessari síðu úti býsna lengi - í níu ár núna. Ég hef verið mis-virkur í að uppfæra hana, eins og gengur. Ég hef nokkrum sinnum staðið fyrir algeru overhaul-i á útlitinu, en er samt alltaf á leiðinni að breyta henni þannig að hún verði "algerlega rétt". Það gerist auðvitað aldrei.
Efnistökin hafa verið margvísleg. Allt frá því að vera heilalaust sprell og yfir í að vera bitrir pólitískir rantar, eins og gengur. Það er erfitt að ritstýra svona prívatvefmiðli consistently í mörg ár. Reynsla mín er að síðan verður meira eins og "barómet" á hugðarefni manns hverju sinni - sérstaklega þegar það er í raun ekkert yfirlýst markmið sem maður er að vinna eftir. Þegar ég lít aftur yfir farinn veg er ég samt í heildina, almennt nokkuð ánægður með það sem ég hef sett fram. Það er bæði gefandi, en líka skrýtið að lesa sjálfan sig svona aftur í tímann. Guði sé lof fyrir að maður tekur út þroska og að skoðanir manns eru ekki meitlaðar í stein.
Í seinni tíð hefur færslunum fækkað. Ég hef svo sem haft orð á því áður, en allt í einu er megnið af content-inu sem maður generate-ar farið að birtast frekar á facebook. Það er leiðinleg þróun. Það verður samt bara að segjast að það er "þakklátara" að publish-a á facebook, út af instant feedback-inu sem maður fær. Ég hata það samt. Það er ömurlegt að allt þetta góða content sé lokað inni á vefsvæði sem maður hefur mjög takmarkaða stjórn á sjálfur - for all posterity.
Ég hef þannig verið að skoða möguleikann á að mígrera einhverju af þessu content-i yfir á önnur svæði, en það sem ég er alltaf að átta mig betur á, er að internet presensinn manns er sífellt að færast meira í þessa átt (yfir til lokuðu vefsvæðanna).
Þegar ég byrjaði með þessa síðu, var allur internet-presensinn minn bundinn við hana - og ja.is. Það var frábært. Maður hafði nokkuð yfirgripsmikla stjórn á internetinu sínu.
Í dag hugsa ég að presensinn minn sé í mun ríkari mæli bundinn við vefsvæði á borð við facebook, youtube, tumblr ofl. Þess vegna henti ég upp linkum á þær síður hérna. Það meikar ekkert sens að vísa ekki á sjálfan sig á síðunni sem á að vera hub-inn í internetilverunni manns. Ég beið samt alveg rosalega lengi með það, því að í og með hata ég þessi fyrirbæri. Þetta er algert "love-hate-dæmi" sem er í gangi. Mér finnst raunar eins og þetta sé nokkuð gegnumgangandi sentiment hjá mörgum.
Ég ætla að skoða þessi mál hérna á næstunni. Ætli það sé ekki málið að adopt-a facebook-fílósófíuna: "Share to make the experience more social".
En djöfulsins tími getur farið í þetta stúss!