BULLSHIT JOBS – AFLEIT STÖRF

Ég tók mig til og þýddi ágæta grein mannfræðingsins David Graeber um það sem hann kallar Bullshit Jobs.

Ég kaus að þýða hugtakið Bullshit Jobs sem afleit störf. Þarna þykir mér íslenskan eiginlega koma sterkari inn með hugtak sem nær betur utan um það sem um ræðir – og er svo prýðilegur orðaleikur í þokkabót.

Um fyrirbærið „Afleit störf“: reiðilestur um vinnu

Nú hefur mikið verið fjallað um vinnumál á Íslandi undanfarið, enda skyldi engan undra. Það sem truflar mig þó gríðarlega er sú gegnumgangandi hugmyndafræðilega nálgun á vinnu sem sprettur fram í nánast hvert skipti.

Vinna skiptir öllu máli og það má nánast réttlæta hvaða aðgerðir sem er til að hægt sé að halda fólki í vinnu.

Mér finnst Graeber snerta á mörgum flötum sem varða þessi mál, bæði í greininni sem hann birti í ágúst 2013, en líka í bókinni sem hann skrifaði seinna út frá henni. Ég mæli reyndar sérstaklega með þeirri bók: Bullshit Jobs – A Theory. Hún hafði umtalsverð áhrif á þankagang minn um vinnu og það hvernig við hugsum um vinnu í vestrænum velmegunarsamfélögum.

Í kjölfarið hefur mér eiginlega þótt sturlað að fylgjast með umræðum og aðgerðum í tengslum við þær ömurlegu aðstæður sem nú eru ríkjandi á vinnumarkaði.

En ekki lesa þetta… lesið greinina…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s