facebook Facebook   twitter Twitter   linkedin LinkedIn   tumblr Tumblr


14.1.2014 | Hörpuleg vonbrigði

Á Menningarnótt Reykjavíkur 2011 rölti ég upp á Arnarhól, eins og svo margir aðrir gestir hátíðarinnar. Fólk safnaðist þar saman til að fylgjast með því þegar „kveikt yrði á ljóshjúp Hörpunnar“, eins og það var orðað í tilkynningum. Mikið var gert úr viðburðinum og væntingar fólks spenntar upp í hæstu hæðir.

Eftir mjög langa töf var fólk orðið nokkuð órótt, en lét sig hafa biðina til að fylgjast með hinu stórkostlega sjónarspili sem hafði verið lofað.

„Það er alveg spurning hvort þeir geti toppað þetta með flugeldunum,“ heyrði ég digran mann segja fyrir aftan mig. Flestir virtust sama sinnis – þetta yrði klárlega toppurinn á kvöldinu.

Svo kveiktu þeir á herlegheitunum.

„Ertu ekki að djóka? Þetta er það glataðasta sem ég hef séð á ævi minni,“ sagði ung kona til vinstri við mig.

„Hvað er þetta? Er þetta… Fokk hvað þetta er lélegt! Ég hélt þetta yrði eins og Mona Lisa og eitthvað…“ sagði digri maðurinn fyrir aftan mig.

0 comments


Add Comment

The password to post a comment is:   

Name
Website
Password
Comment