facebook Facebook   twitter Twitter   linkedin LinkedIn   tumblr Tumblr


13.1.2014 | Reynsluboltinn

Ég fór einu sinni að hlusta á erindi tveggja manna sem höfðu þurft að þola vist í fangabúðunum á Guantanamo Bay (sem eru skammarlega nokk ennþá í notkun). Eftir að mennirnir höfðu sagt sögu sína tóku þeir við nokkrum spurningum úr sal. Spurningarnar voru mis-góðar, en þeir gerðu sitt besta til að svara þeim á greinagóðan hátt.

Að lokum tók einn fundargesta til máls og spurði þá hvort þeir hefðu séð heimildarmynd, framleidda af CBS sjónvarpsstöðinni, um Guantanamo Bay fangabúðirnar. Viðkomandi hefði séð umrædda mynd og þótt hún áhugaverð.

Fyrrum fangarnir urðu nokkuð hvumsa, en svöruðu því til að þeir hefðu ekki séð þessa mynd og hefðu reyndar takmarkaðan áhuga á því. Viðkomandi tók þá aftur til máls og hvatti þá eindregið til að kynna sér myndina. Hún gæfi einstaklega góða mynd af því sem fram færi í búðunum.


1 comments
(Eiki)

1 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

[ Reply ]

Eiki at 15.2.2014

Eiki

Þetta er eins og þegar Borges sagði um bók nokkra að upphaflegi textinn væri ótrúr þýðingunni.


Add Comment

The password to post a comment is:   

Name
Website
Password
Comment