facebook Facebook   twitter Twitter   linkedin LinkedIn   tumblr Tumblr


17.7.2013 | Lattelepjandi liðið í hundraðogeinum

Ég hef verið hugsandi um lattelepjandi lopaliðið í hundraðogeinum. Aðallega út af nýlegum áherslum á íslenska þjóðmenningu. Í dag er "lattelepjandi liðið" reyndar kannski orðið meira eins og góðlátlegt grín - en þó er rétt að halda því til haga að uppruni þess er hugsað sem einhverskonar leiðinda pilla á borgarbúa almennt, og hvernig þeir hafi fjarlægst rætur sínar.

En nú er kaffi einn stórkostlegasti og mikilvægasti hluti íslenskrar þjóðmenningar. Hér hafa menn drukkið kaffi til sjávar og sveita öldum saman. Til eru sögur af því hvernig sopinn beinlínis bjargaði lífi afdalamanna í neyð. Kaffi var á tíðum dýrmætasta eign Íslendinga, og sér þess kannski ennþá stað í því að við drekkum hvað mest kaffi af fólki því sem byggir þennan heim.

Í hverju liggur þá umkvörtunin? Að fólk setji mjólk í kaffið sitt? Varla. Er það af því að hún er flóuð? Mér þykir það ansi langt seilst.

Minn eigin hugur segir mér að fólk sem vilji berja á kaffidrykkjufólki sé sannarlega það fólk sem í reynd hafi fjarlægst íslenska þjóðmenningu og hugarfar. Ef það var þá einhverntíman til…





0 comments


Add Comment

The password to post a comment is:   

Name
Website
Password
Comment