facebook Facebook   twitter Twitter   linkedin LinkedIn   tumblr Tumblr


11.4.2013 | Internet presens

Ég er búinn að halda þessari síðu úti býsna lengi - í níu ár núna. Ég hef verið mis-virkur í að uppfæra hana, eins og gengur. Ég hef nokkrum sinnum staðið fyrir algeru overhaul-i á útlitinu, en er samt alltaf á leiðinni að breyta henni þannig að hún verði "algerlega rétt". Það gerist auðvitað aldrei.

Efnistökin hafa verið margvísleg. Allt frá því að vera heilalaust sprell og yfir í að vera bitrir pólitískir rantar, eins og gengur. Það er erfitt að ritstýra svona prívatvefmiðli consistently í mörg ár. Reynsla mín er að síðan verður meira eins og "barómet" á hugðarefni manns hverju sinni - sérstaklega þegar það er í raun ekkert yfirlýst markmið sem maður er að vinna eftir. Þegar ég lít aftur yfir farinn veg er ég samt í heildina, almennt nokkuð ánægður með það sem ég hef sett fram. Það er bæði gefandi, en líka skrýtið að lesa sjálfan sig svona aftur í tímann. Guði sé lof fyrir að maður tekur út þroska og að skoðanir manns eru ekki meitlaðar í stein.

Í seinni tíð hefur færslunum fækkað. Ég hef svo sem haft orð á því áður, en allt í einu er megnið af content-inu sem maður generate-ar farið að birtast frekar á facebook. Það er leiðinleg þróun. Það verður samt bara að segjast að það er "þakklátara" að publish-a á facebook, út af instant feedback-inu sem maður fær. Ég hata það samt. Það er ömurlegt að allt þetta góða content sé lokað inni á vefsvæði sem maður hefur mjög takmarkaða stjórn á sjálfur - for all posterity.

Ég hef þannig verið að skoða möguleikann á að mígrera einhverju af þessu content-i yfir á önnur svæði, en það sem ég er alltaf að átta mig betur á, er að internet presensinn manns er sífellt að færast meira í þessa átt (yfir til lokuðu vefsvæðanna).

Þegar ég byrjaði með þessa síðu, var allur internet-presensinn minn bundinn við hana - og ja.is. Það var frábært. Maður hafði nokkuð yfirgripsmikla stjórn á internetinu sínu.

Í dag hugsa ég að presensinn minn sé í mun ríkari mæli bundinn við vefsvæði á borð við facebook, youtube, tumblr ofl. Þess vegna henti ég upp linkum á þær síður hérna. Það meikar ekkert sens að vísa ekki á sjálfan sig á síðunni sem á að vera hub-inn í internetilverunni manns. Ég beið samt alveg rosalega lengi með það, því að í og með hata ég þessi fyrirbæri. Þetta er algert "love-hate-dæmi" sem er í gangi. Mér finnst raunar eins og þetta sé nokkuð gegnumgangandi sentiment hjá mörgum.

Ég ætla að skoða þessi mál hérna á næstunni. Ætli það sé ekki málið að adopt-a facebook-fílósófíuna: "Share to make the experience more social".

En djöfulsins tími getur farið í þetta stúss!


2 comments
(Kalli)

2 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

[ Reply ]

Steinn at 12.4.2013

Steinn

Share-a færslum á facebook. Þá færðu instant feedback.

[ Reply ]

Kalli at 21.4.2013

Unknown User

Góð færsla, hef mikið verið í sömu pælingum. Einfaldleikin og instant feedbackið á Facebook er gratifying. En Facebook og önnur lokuð batterí eru að gleypa internetið og maður á auðvitað ekki að taka þátt í því.

Ég hef reynt að skipta því þannig að stutt, dægurmálatengd comment eða pælingar fljóti á FB eða Twitter en alvöru skrif og verk fari á eitthvað sem ég á og stýri. En það fær kannski aldrei viðlíka lestur þar...


Add Comment

The password to post a comment is:   

Name
Website
Password
Comment