Undanfarið hef ég verið að reyna fyrir mér í viðmótsforritun og hef eiginlega komist að því að ég kunni töluvert minna en ég hélt.
Það er samt alltaf mjög góður byrjunarpunktur. Maður hefur betri hugmynd um hvert maður á að stefna, þegar maður gerir sér grein fyrir takmörkunum sínum.
Bara undanfarnar 2 vikur hef ég pikkað upp allskonar ný tips og trix. Nú vantar mig svo bara að koma þeim í praxís.
Það er eiginlega stóri vandinn við viðmótsforritun. Manni vantar sífellt praktísk verkefni til að fást við - til að komast í æfingu. Auðvitað mætti segja að ég hefði kannski átt að vera duglegri að prófa mig áfram með þessa síðu, en manni finnst eiginlega ekki ástæða til að rífa í sundur eitthvað sem virkar sæmilega. Ekki frekar en þú sérð mann sem fæst við hellulagnir rífa lagnirnar sínar upp með reglulegu millibili, bara til að prófa eitthvað nýtt.
Ég hef samt einsett mér að verða færari í þessu, þannig að maður reynir kannski eitthvað flippað hérna á næstunni.
Ég skil vel þetta með að vanta praktísk verkefni. Ég hef reynt að lesa um forritun og það er alltaf eins og að leggja á minnið allt í Húsasmiðjunni og svo sjá til hvort það gagnast.
Aftur á móti gleymdi ég mér í hreinni dund-gleði við að finna löng orð í Beygingarlýsingunni ("kjarnorkutækjaútflutningsfyrirtækjanna") eða sem lengst orð sem nota aldrei sama staf tvisvar ("reiðhjólastígnum")
Ok, þetta eru kannski ekki mest aðkallandi praktísku verkefnin en dugðu þó til að halda mér mótíveruðum. Gangi þér vel...
Mér þykir þetta ekki vera mjög góð greining á þessu, þið eruð að nálgast þetta kolrangt.
Um leið og maður hefur eitthvað konkret verkefni þá neyðist maður til þess að explora og uppgötva nýja hluti.
Ég legg ekki nærri því allt á minnið. Ég reiði mig mest á uppflettingar á API köllum, protocolum, stöðlum ofl þegar ég er að vinna.
Það eina sem þarf að leggja á minnið eru grundvallarprinsíp og svo góð vinnubrögð.
Einmitt, það litla sem ég kann hef ég klippt og límt úr ýmsum áttum.
Mér sýnist við vera sammála um að það sé vond byrjun á forritunarferli að læra fullt af skipunum í málinu upp á von og óvon að maður noti þær í eitthvað.
Svo ég lagfæri líkinguna er best að kíkja ekki í Húsasmiðjuna fyrr en maður er búinn að prófa rótarateip, wd40 og bréfaklemmu. Kannski er til eitthvað verkfæri sem snýr skrúfum svo að þær festist í spýtu.
Ef þig vantar einhverja hjálp eða vilt einhverja pointera þá geturðu alltaf pickað í mig.
The password to post a comment is:
(Magnús Davíð)