The 94 Elements er heimildarmynda-verkefni sem gengur út á að kortleggja öll frumefnin sem við þekkjum og hvernig þau snerta daglegt líf fólks.
Þetta er áhugavert verkefni sem verður forvitnilegt að fylgjast með. (Ég verð reyndar að viðurkenna að ég hef svakalega veikan blett fyrir öllu sem viðkemur lotukerfinu, þannig að kannski finnst öðrum þetta ekki jafn tilkomumikið og mér.)
Framtakið er samt virðingarvert, þar sem mörg þessara efna eru af skornum skammti og er sífellt erfiðara að vinna, eftir því sem tíminn líður. Um að gera að festa þetta á filmu sem fyrst.
Þetta lofar góður. Það er hægt að gera ansi margar djúsí myndir úr þessu efni, frumefni.
Ég sé fyrir mér æsispennandi mynd með KGB-þema og Polonium, Po, í aðalhlutverki. "Bitter Tea" eða "Litvinenko's Last Sip" gæti hún mögulega heitið.
The password to post a comment is:
(Sindri)